Samið hefur verið við rannsóknarstofuna Seelig um að taka við helstu rannsóknum frá Landspítala. Seelig er faggild rannsóknarstofa í Karlsruhe í Þýskalandi. Hún er því ágætlega staðsett varðandi flug og flutning.
Árið 2010 var ákveðið að fara í útboð á algengustu rannsóknum sem LSH þarf að senda erlendis og fara í gegnum rannsóknarstofur LSH. Seelig kom best út úr því útboði.
Frá 15. janúar hefur flestum rannsóknum sem þarf að senda erlendis verið beint til Seelig. Af þessum sökum verða rannsóknir ekki sendar á aðrar rannsóknarstofur nema Seelig bjóði ekki upp á viðkomandi rannsókn eða önnur sterk rök liggi að baki. Seelig er rannsóknarstofunum ekki alveg ókunn. Ónæmisfræðideild hefur í nokkur ár haft viðskipti við þessa rannsóknarstofu með góðum árangri.