Starfsemisupplýsingar LSH janúar 2008 03.03.2008FjármálasviðFjármál og reksturForsíðufréttirForsíðufréttirStarfsemisupplýsingarStarfsemisupplýsingar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Starfsemisupplýsingar LSH janúar 2008 Starfsemisupplýsingar LSH janúar 2008 - smellið hér EFNISYFIRLIT Sjónarhorn 2 Lykiltölur - Starfsemi 3 Starfsemistölur 4 Rekstrarupplýsingar - LyfjakostnaðurHelstu kennitölur sviða 1718 Tölfræðilegt yfirlit / Key statistics 2001 - 2005 20 SJÓNARHORNÞetta fyrsta hefti Starfsemisupplýsinga á árinu 2008 er birt í netútgáfu eins og gert hefur verið í janúar og júlí undanfarin ár. Hér eru birtar samtölur fyrir einn mánuð og tölur því viðkvæmar fyrir mánaðarlegum sveiflum. Allt árið 2007 fjölgaði komum á göngudeildir og má enn sjá sömu þróun. Í janúar komu stærstu hóparnir á göngudeild í blóðtökur, hjartarannsóknir, á göngudeild lungna-, ofnæmis- og gigtlækninga og til sjúkra- og iðjuþjálfunar.Í janúar 2008 sést óvenjuleg fækkun á komum á allar slysa- og bráðamóttökur spítalans, en líklegt er að hér sé um tímabundna sveiflu að ræða. Bætt hefur verið við upplýsingum um hve margir sem þangað leita þurfa að leggjast inn á legudeildir og einnig hvernig komur á slysa- og bráðasviði skiptast í nýkomur og endurkomur. Innlagnahlutfallið er lægra en á sama tíma í fyrra, nema á bráðamóttöku geðsviðs þar sem hlutfallið er svipað milli ára.Legudögum sjúklinga hefur fækkað um 5,9% og nær fækkunin til allra sviða nema lyflækningasviðs I og öldrunarsviðs. Meðalhjúkrunarþyngd (bráðleiki) sjúklinga er 5,5% meiri nú sem sýnir að þeir sjúklingar sem liggja á spítalanum eru veikari en fyrir einu ári.Hér eru birtar DRG upplýsingar fyrir algengustu DRG flokka á LSH árið 2007 samkvæmt uppfærðri verðskrá og einnig má sjá meðalaldur sjúklinga og meðalbráðleika í hverjum DRG flokki. Kostnaður vegna lyfja sem einungis eru til sjúkrahúsnota, svokallaðra S-merktra lyfja, vex stöðugt og er hækkunin 15% milli ára. Sérhæfð lyf til ónæmisbælingar og krabbameinslyf vega þar þyngst.Á árinu 2008 er gert ráð fyrir að útgáfa Starfsemisupplýsinga LSH verði með svipuðu sniði og síðastliðið ár með útgáfu í hverjum mánuði. Hægt er að nálgast útgefin hefti á vef LSH frá árinu 2001. Elísabet Guðmundsdóttir verkefnastjóri hag- og upplýsingasviðiMaría Heimisdóttir sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs