Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala boðar til umræðufundar um nýjungar í meðferð gigtar- og meltingarsjúkdóma og verður hann haldinn föstudaginn 18. nóvember 2011 milli klukkan 11:00 og 13:00 í Hringsal.
Fundarstjóri er Sigurður B. Þorsteinsson.
Fyrirlesarar:
- Þórunn Jónsdóttir og Kristján Steinsson: Nýjungar í lyfjameðferð á rauðum úlfum: belimumab
- Björn Guðbjörnsson: Nýjar áherslur (strategies) í lyfjameðferð á iktsýki
- Gerður Gröndal: Nýjungar í lyfjameðferð á iktsýki, Jak, Syk o.fl.
- Sigurður Ólafsson mun fjalla um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu C
Allir áhugasamir velkomnir.
Boðið upp á léttar veitingar í hádegishléi.