Tíu þúsundasta kransæðavíkkunin var á Landspítala 12. júlí 2011 en liðin eru 24 ár frá þeirri fyrstu. Kransæðavíkkanir hófust hér á landi árið 1987. Fyrstu aðgerðina annaðist Kristján Eyjólfsson, yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítala ásamt Einari H. Jónmundssyni, yfirlækni á röntgendeild. Torfi F. Jónsson hjartalæknir stýrði þeirri tíu þúsundustu.
Kransæðavíkkun er að jafnaði árangursrík fyrir fólk með kransæðaþrengsli. Þá er þröng kransæð víkkuð út og við það eykst blóðflæðið til hjartans og fólk losnar við einkenni sem það hafði vegna þrengslanna.
Hjartaþræðing / kransæðavíkkun (pdf)
(Í tilefni af þessum tímamótum er viðtal við Kristján Eyjólfsson yfirlæknir í Morgunblaðinu 13. júlí 2011)