Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Landspítala bregður sér í annað hlutverk föstudaginn 26. mars 2010 þegar hún kemur í fyrsta skipti fram hér á landi sem jazzsöngkona. Það verður á Café Rosenberg við Klapparstíg.
Þórdís söng með hljómsveit í Frakklandi þegar hún bjó þar en er nú að koma fram í fyrsta skipti eftir flutning heim og syngur léttan rómantískan jazz með frönsku ívafi.
Það eru engir aukvisar í jazzinum baki Þórdísi á Café Rosenberg því með henni spila Gunnar Gunnarsson á rhodes-píanó, Vilhjálmur Guðjónsson gítar, Tómas R. Einarsson kontrabassa og Scott McLemore á slagverk.