Ljósmyndir úr sjómennsku prýða framvegis ganginn á skurð- og þvagfæralækningadeild 13G á Landspítala Hringbraut. Kristinn Benediktsson ljósmyndari færði deildinni að gjöf ljósmyndir sem hann hefur tekið af fiskveiðum úti á sjó. Myndirnir voru afhentar 6. september 2011 að viðstöddum fjölda ættingja og vina Kristins, auk starfsmanna deildarinnar sem tók við gjöfinni og fagnaði henni. Kristinn hefur notið umönnunar starfsfólks á skurð- og þvagfæradeild 13G og vildi með gjöfinni þakka fyrir sig. Hann hefur farið í 6 uppskurði á 8 árum og gaf eina ljósmynd fyrir hvern þeirra.
Ljósmynd: Kristinn Benediktsson ljósmyndari, Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir og Erla Dögg Ragnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri.