Skurðlækningasvið
HRINGBRAUT
Almenn skurðdeild 13G verður lokuð frá 22. desember til 2. janúar.
Lýtalækningadeild 13A verður lokað á Hringbraut 22. eða 23. desember eftir aðstæðum og verður opnuð eftir flutning deildarinnar á A-4 í Fossvogi 2. janúar.
FOSSVOGUR
Bæklunarskurðdeild B-5 verður lokuð frá 22. desember til 2. janúar.
Slysa- og bráðasvið
FOSSVOGUR
Göngudeild G-3 verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
Lyflækningasvið I
HRINGBRAUT
Deild 13E (5 daga deild) verður lokuð frá og með 23. desember til mánudags 3. janúar 2005.
KÓPAVOGUR
Á húðdeild (5 daga deild) verður lokað frá og með 18. desember til mánudags 3. janúar 2005. Göngudeildin í Þverholti verður lokuð rauðu dagana yfir jól og áramót en opið verður fyrir sárameðferð fyrir hádegi á aðfangadag og gamlársdag.
Lyflækningasvið II
HRINGBRAUT
Dagdeildirnar 11B og 10K verða lokaðar yfir jól og áramót eins og helgarlokun.
Sjúkrahústengd heimaþjónusta verður með sjúklinga alla hátíðisdagana.
Barnasvið
BARNASPÍTALI HRINGSINS
Dagdeild 23E verður lokuð frá og með 22. desember til mánudags 3. janúar 2005.
Starfsemi deilda 22D og 22E verður sameinuð yfir hátíðisdagana, starfsmenn og sjúklingar færast á milli og verða gangarnir lokaðir til skiptis þannig;
Á deild 22D verður lokað frá kl. 16:00 á Þorláksmessu, 23. desember, til og með 26. desember. Á deild 22E verður lokað frá kl. 16:00 30. desember til og með 2. janúar 2005.
Kvennasvið
Starfsemi meðgöngudeildar 23B og sængurkvennadeildar 22A verður sameinuð frá kl. 16:00 á aðfangadag til kl. 08:00 mánudaginn 27. desember og frá kl. 16:00 á gamlársdag til kl. 08:00 mánudaginn 3. janúar 2005.
Endurhæfingarsvið
GRENSÁS
Starfsemi endurhæfingardeilda R-2 og R-3 verður sameinuð á þeirri fyrrnefndu síðari hluta dags miðvikudaginn 22. desember og stendur sú tilhögun til mánudagsins 3. janúar 2005.
Öldrunarsvið
LANDAKOT
Starfsemi deilda L2 og L3 á Landakoti verður með eftirfarandi hætti yfir jól og áramót; Lokað verður kl. 16:00 23. desember til kl. 8:00 27. desember. Á sama hátt verður lokað kl. 16:00 30. desember til kl. 8:00 3. janúar 2005.
Starfsemi dagdeildar L0 og göngudeildar L0 á Landakoti verður sem hér segir;
Lokað verður á aðfangadag, 24. desember, til kl. 8:00 27. desember. Á sama hátt verður lokað á gamlársdag, 31. desember, til kl. 8:00 3. janúar 2005.