Ágætu samstarfsmenn!
Undanfarna mánuði höfum við unnið að breytingum á skipuriti spítalans. Hægt er að segja að þær breytingar sem framundan eru séu ekki byltingarkenndar heldur frekar litlar og í raun útfærsla á stóru breytingunni sem gerð var fyrir tveimur árum. Helst er að deildir á stoðsviðum flytjast til og svið og deildir breyta um nöfn. Breytingarnar voru kynntar fyrir stjórnendum spítalans á fundi fyrir 10 dögum.
Sjá hér stutta kynningu á helstu breytingunum
Starfsemistölur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins liggja nú fyrir. Lítil breyting var á meðalfjölda inniliggjandi sjúklinga (miðað við 2010) en aukning (2,8%) er í komum á bráðamóttöku spítalans. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um 3,5%, fæðingum fækkað lítillega (1,3%) og klínískum þjónusturannsóknum hefur fjölgað um 2%.
Fjárhagslega er rekstur spítalans innan heimilda sem er ótrúlegur árangur á þessum niðurskurðartímum en eins og ég hef áður nefnt þurfum við að skera niður um 730 milljónir á þessu ári, í beinu framhaldi af hinum mikla þriggja milljarða niðurskurði síðasta árs.
Baráttukveðjur, látið í ykkur heyra,
Björn
bjornz@landspitali.is
UMHYGGJA, FAGMENNSKA, ÖRYGGI, FRAMÞRÓUN