Vinnueftirlit ríkisins hefur ákveðið að koma á aðlöguðu eftirliti innan Landspítala. Meginmarkmið aðlagaðs eftirlits er að tryggja samræmt kerfisbundið og heildstætt eftirlit í fyrirtækjum til að styrkja innra vinnuverndarstarf þeirra. Rík áhersla er lögð á virka þátttöku stjórnenda, öryggisvarða og öryggistrúnaðarmanna við aðlagað eftirlit.
Á Landspítala mun Vinnueftirlitið skilgreina hvert svið sem sér öryggiseiningu. Sviðin verða heimsótt og innra vinnuverndarstarf metið, þ.e. vinnuumhverfi og vinnuskipulag. Matið leiðir til ákveðinnar flokkunar. Um er að ræða þrjá flokka. Svið sem flokkast í 1. og 2. flokk fá aukið sjálfstæði frá því sem nú er. Þau munu sjálf gera tímasetta áætlun um úrbætur helstu vandamála sem send eru til Vinnueftirlit ríkisins til samþykktar. Svið í flokki 3 fá hins vegar áfram tímasett fyrirmæli eins og áður. Að öllu jöfnu munu svið í flokki 1 og 2 fá grunnheimsóknir sjaldnar en svið í flokki 3.
Rannsóknarsvið verður fyrsta sviðið sem fer í gegnum aðlagað eftirlit innan spítalans.
Mynd: Á fyrsta fundi Vinnueftirlits ríkisins og rannsóknarsviðs í tengslum við aðlagað eftirlit 30. nóvember 2010. Hafdís Sverrisdóttir frá Vinnueftirlitinu og Kristín Jónsdóttir öryggisvörður rannsóknarsviðs.