Starfsemi sjúkradeilda um jól og áramót 200712.12.2007Skrifstofa forstjóra - spítalastarfsemiForsíðufréttirHjúkrunLækningarForsíðufréttirHjúkrunSkrifstofa forstjóra - spítalastarfsemiLækningar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Áætlun um starfsemi sjúkradeilda á LSH um jól og áramót 2007 SkurðlækningasviðDeildir A-4 (lýtadeild) og B-6 (HT- og æðaskurðdeild) sameinast um þjónustu sína á A-4 frá 22. desember 2007 til 2. janúar 2008.Deild A-5 (HNE-bæklunardeild) og B-5 ( bæklunardeild ) sameina starfsemi sína frá 22. desember 2007 til 2. janúar 2008 á B-5. Sameinuð starfsemi bæklunardeilda verður á deild B-5. Þar verður bráðaþjónusta fyrir HNE og bæklun.Deild B-3 (HNE dag- og göngudeild) verður opin milli jóla og nýárs.Deild 12G (almenn skurðdeild ) og deild 13G (almenn skurðdeild ) sameina starfsemi sína frá 22. desember 2007 til 2. janúar 2008. Sameinuð starfsemi almennra skurðdeilda verður á deild 13G. Deild 12E (hjartaskurðadeild og legudeild augndeildar) dregur úr starfsemi yfir jól og áramót og miðar starfsemi fyrst og fremst við bráðatilfelli. Miðað er við að 10 rúm verði opin. 13D (þvagfæraskurðdeild) dregur úr starfsemi sinni yfir jól og áramót og miðar starfsemi fyrst og fremst við bráðatilfelli. Miðað er við að 10 rúm verði opin.Dagdeild þvagfærarannsókna verður opin milli jóla og nýárs.Dagdeild augndeildar verður opin milli jóla og nýárs.Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðSamdráttur verður í starfsemi svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs yfir jól og áramót eins og undanfarin ár eða frá 22. desember 2007 - 2. janúar 2008.Aðgerðastjórar skurðdeilda á Hringbraut og í Fossvogi koma sér saman um niðurröðun aðgerðaprógrams í samvinnu við prógramstjóra svæfingadeilda viðkomandi eininga. Í samræmi við þetta verður starfsmönnum veitt leyfi eins og hægt er.Kvennasvið Kvenlækningadeild 21A verður með 10 rúm opin frá föstudegi 21. desember til fimmtudagsins 3. janúar 2008.Lyflækningasvið ILyflækninga- og húðdeild A-2 í Fossvogi verður lokuð frá og með 22. til og með 26. desember. Deildin verður opin 27. og 28. desember en frá og með 29. desember verður hún lokuð til 2. janúar 2008. Lyflækningasvið II Sjúkrahótelið Rauðarárstíg 18 verður lokað frá og með 20. desember, opnað aftur miðvikudaginn 2. janúar 2008. Blóðlækningadeild 11G verður með 7 rúm opin (af 14) frá og með 21. desember til 2. janúar 2008.Barnasvið - Barnaspítali Hringsins Dagdeild 23E verður lokuð frá og með 22. desember, opnað aftur miðvikudag 2. janúar 2008.Starfsemi barnadeildar 22E og barnaskurðdeildar 22D verður sameinuð yfir hátíðisdagana sem hér segir: Frá 24. til 27. desember á deild 22E. Frá 31. desember til 2. janúar 2008 á deild 22D.Öldrunarsvið- LandakotÁ deild hvíldarinnlagna K-2 verður smám saman fækkað um sem svarar 10 rúmum frá og með 17. desember til 7. janúar 2008. Fimm daga deildirnar L-2 og L-3 verða lokaðar frá kl. 16:00 föstudaginn 21. desember.Þær verða opnaðar aftur kl. 08:00 miðvikudaginn 2. janúar 2008.Geðsvið-Deild 26 á Reynimel og LaugarásvegiGert verður hlé á starfseminni á Laugarásvegi 71 frá kl. 16:00 á aðfangadag, 24. desember, til kl. 16:00 á jóladag, 25. desember, og sömuleiðis frá kl. 16:00 á gamlársdag, 31. desember,til kl. 16:00 á nýársdag, 1. janúar 2008.Gert verður hlé á starfseminni á Reynimel 55 frá kl. 16:00 á aðfangadag, 24. desember, til kl. 23:30 um kvöldið og sömuleiðis frá kl. 16:00 á gamlársdag, 31. desember, til kl. 23:30 um kvöldið (eða hugsanlega fram yfir miðnætti).-KleppurDregið verður úr starfsemi á þeim hluta deildar 13A sem er 5 daga frá 21. desember til 2. janúar 2008 og verður þjónustan færð á 7 daga deild þennan tíma.