Styrkir til Landspítala úr Rannsóknasjóði22.01.2008ForsíðufréttirHjúkrunLækningarForsíðufréttirHjúkrunLækningar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Styrkir til Landspítala úr Rannsóknasjóði Nokkrir styrkir komu í hlut starfsmanna Landspítala þegar úthlutað var úr Rannsóknasjóði 16. janúar 2008. Sjá nánar á vef RANNÍS. Sem dæmi má taka eitt verkefnanna sem er rannsókn á geðsviði Landspítala. Rannsóknin nefnist "Árangur hugrænnar atferlismeðferðar í hóp fyrir fullorðna með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og áhrif andfélagslegrar hegðunar á meðferðarárangur." Hér er um að ræða þriggja ára verkefnisstyrk og er styrkupphæðin á þessu ári 5.000.000.- króna. Rannsóknin er samvinnuverkefni geðsviðs Landspítala og Institute of Psychiatry, King"s College, Háskólanum í London. Um er að ræða doktorsverkefni Brynjars Emilssonar sálfræðings á geðsviði við Institute of Psychiatry og eru aðalleiðbeinendur hans Gísli H. Guðjónsson, prófessor, og Suzan Young, Senior Lecturer, bæði við Institute of Psychiatry. Auk þeirra koma tveir sérfræðingar á geðsviði að rannsókninni, Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir og Jón Friðrik Sigurðsson sem er verkefnisstjóri rannsóknarinnar og leiðbeinandi Brynjars.Þrjár tegundir styrkja voru í boði hjá Rannsóknasjóði, þ.e. öndvegisstyrkir, rannsóknastöðustyrkir og verkefnastyrkir. Umsóknir voru 241 og veittur 71 styrkur.