Frá augndeild Landspítala:
Á augndeild Landspítala er unnið að rannsóknum á súrefnisbúskap í augnbotnum. Óskað er eftir sjálfboðaliðum, 30 ára og eldri, með heilbrigð augu (verður staðfest af lækni) til þátttöku í rannsókn. Markmiðið er að kanna eðlilegan breytileika í súrefnismettun og munu niðurstöðurnar nýtast við sams konar rannsóknir á sjúklingum með augnsjúkdóma.
Súrefnisbúskapur í augnbotnum gæti skipt verulegu máli í augnsjúkdómum eins og sjónhimnusjúkdómi í sykursýki, gláku og hrörnun í augnbotnum. Áhætta af þátttöku er hverfandi. Hver heimsókn tekur um 45-60 mínútur. Þátttakendur fá greitt fyrir fyrirhöfn vegna rannsókna, 5.000 krónur. Auk þess verður greitt fyrir útlagðan kostnað ef einhver er (einkum leigubíla ef þörf er á).
Ábyrgðarmaður rannsóknar er Einar Stefánsson, prófessor og yfirlæknir á augndeild LSH. Frekari upplýsingar má fá hjá Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, í síma 825 3556 eða með tölvupósti (jonakv@landspitali.is). Þeir sem hafa samband eru með því einungis að lýsa áhuga á því að fá frekari upplýsingar en ekki að skuldbinda sig til þátttöku.
Rannsóknin er unnin með leyfi Vísindasiðanefndar og tilkynning hefur verið send til Persónuverndar.