Einar Stefán Björnsson læknir hefur verið ráðinn prófessor í meltingarsjúkdómafræðum við læknadeild Háskóla Íslands og samhliða í stöðu yfirlæknis við meltingarsjúkdómadeild Landspítala, frá 1. september 2009. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1989, stundaði framhaldsnám í lyflækningum, meltingar- og lifrarlækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 1994. Hann hefur lengst af starfað við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg, síðast sem yfirlæknir á meltingafæra- og lifrarsjúkdómadeild og jafnframt gegnt stöðu prófessors í meltingar- og lifrarsjúkdómum við Gautaborgarháskóla frá 2006. Hann er afkastamikill vísindamaður og hefur birt mikinn fjölda vísindagreina í alþjóðlegum fræðiritum.
Nýr prófessor og yfirlæknir í meltingarsjúkdómafræðum
Einar Stefán Björnsson ráðinn prófessur í meltingarsjúkdómafræðum við HÍ og yfirlæknir við meltingarsjúkdómadeild LSH.