Fjórir styrkir voru veittir úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson á ársfundi Landspítala 21. apríl 2010 í Salnum í Kópavogi, 750 þúsund krónur hver. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Markmið og hlutverk sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga.
Styrkina fengu læknarnir Karl Andersen, Berglind Aðalsteinsdóttir, Steinn Jónsson og Tómas Guðbjartsson (vantar á mynd). Sitjandi á myndinni eru Bent Scheving Thorsteinsson og eiginkona hans, Margaret Ritter Ross Wolfe. Auk þeirra er á myndinni (lengst til hægri) Þórarinn Arnórsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem á sæti í stjórn sjóðsins.