Breytingar urðu á skipulagi skurðlækningasviðs á Landspítala Fossvogi 22. febrúar 2010 þegar opnuð var dagdeild á A5. Á sama tíma fluttist deild A4 inn í endurbætt húsnæði. Dagdeildin er ætluð öllum sérgreinum skurðlækningasviðs í Fossvogi auk þess sem dagdeild barna, B5, sameinast dagdeild A5. Bæði börnum og fullorðnum verður því sinnt á dagdeild A5.
Skipulag skurðlækningasviðs í Fossvogi verður þannig:
- A4 – HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
- A5 – dagdeild skurðlækninga í Fossvogi
- B5 – bæklunarskurðdeild
- B6 – heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild
Deildarstjóri dagdeildar A5 er Sólveig Sverrisdóttir.