Lionshreyfingin á Íslandi hefur afhent augndeild Landspítala ávísun á andvirði nýs auglækningatækis sem hún færir þjóðinni að gjöf. Tækið kostar um 20 milljónir króna og er að helmingi fjármagnað með framlögum Lionsklúbba hér á landi en að helmingi með sérstöku framlagi úr alþjóðahjálparsjóði Lions í tilefni af 60 ára afmæli Lions á Íslandi. Viðstaddur afhendinguna föstudaginn 20. apríl 2012 var alþjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam en hann er heiðursgestur afmælisþings Lions á Íslandi sem hófst þann dag. Wing-Kun Tam er kaupsýslumaður frá Hong Kong sem var kjörinn alþjóðaforseti Alþjóðahreyfingar Lions í Seattle 2011
Við sölu fyrstu Rauðu fjaðrarinnar hér á landi var gert stórátak í tækjavæðingu augndeilda íslenskra sjúkrahúsa auk þess sem heilsugæslustöðvar voru búnar tækjum, augnþrýstimælum o.fl. Rík þörf var orðin á nýjum og endurbættum tækjabúnaði til augnlækninga. Þess vegna ákváðu Lionsfélagar að safna fyrir og kaupa búnað sem helst kæmi að gagni augnskurðdeild Landspítala.
Vefur Lions á Íslandi, www.lions.is