Ráðnir hafa verið fjórir stjórnendur á fjármálaviði Landspítala sem varð til við endurnýjun á skipulagi spítalans vorið 2009.
|
Hag- og upplýsingamál María, læknir og doktor í lýðheilsu, hefur starfað á Landspítala í mörg ár. Frá 1. júní 2006 hefur hún starfað sem sviðsstjóri á hag- og upplýsingasviði. |
|
Innkaup og vörustjórnun Halldór Ó. Sigurðsson hefur verið ráðinn yfirmaður innkaupa og vörustjórnar í fjarveru Valgerðar Bjarnadóttur sem nú situr á alþingi. Halldór ber ábyrgð á útboðum og samningum um innkaup fyrir hönd Landspítala, vörustjórnun og rekstri birgðastöðvar. Halldór starfaði um skeið hjá Ríkiskaupum við innkaup, fyrirspurnir og útboðsmál fyrir ýmis ríkisfyrirtæki. Jafnframt stjórnaði hann til margra ára innkaupum hjá Osta- og smjörsölunni á ýmsum aðföngum, tækjum til rannsókna og vélum fyrir mjólkursamlögin um allt land. Halldór er viðskiptafræðingur (cand.oecon.) og rekstrarhagfræðingur (cand.merc.(M.Sc)). |
|
Fjárstýring og innheimta Sigrún er viðskiptafræðingur (cand.oecon.) og hefur starfað á Landspítala til margra ára bæði sem deildarstjóri og sviðsstjóri á fjármálasviði. |
|
Reikningshald Rúnar Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn yfirmaður reikningshalds. Rúnar ber ábyrgð á verkefnum fjárhagsbókhalds, bókhaldi innri viðskipta og birgðahalds, reikningsskilum og mánaðaruppgjörum. Rúnar Bjarni er rekstrarhagfræðingur MSc og löggiltur endurskoðandi. Hann hóf störf við innri endurskoðun á Landspítala 1. okt. 2003. Frá 1. júní 2006 hefur Rúnar starfað sem sviðsstjóri á fjármálasviði. |