Mál í myndum25.02.2008ForsíðufréttirHjúkrunLækningarForsíðufréttirHjúkrunLækningar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Mál í myndum Út er komin á Landspítala myndabókin "Mál í myndum" sem er afrakstur verkefnis á vegum kennslu- og fræðasviðs skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ). Um er að ræða myndabók sem er ætlað að auðvelda samskipti milli starfsfólks og sjúklinga, íslenskra og erlendra, sem af ýmsum orsökum eiga erfitt með að tjá sig eða skilja hvað við þá er sagt. Bókin var forprófuð á nokkrum deildum spítalans seinni hluta ársins 2007.Bókin er 38 síður og 21x21 cm að stærð og er byggð upp af teikningum eftir læknisfræðilegan teiknara og ljósmyndum. Efnisþættir eru: Líðan, lyf og rannsóknir, matur, athafnir daglegs lífs, fatnaður, meðganga, sængurlega, orðalisti á ýmsum tungumálum og aftast er stafrófið og klukka. Blaðsíðurnar eru með þunnri plasthúð sem þolir sprittun.Framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar hefur ákveðið að styrkja verkefnið og gefa eina bók á hverja sjúkradeild Landspítala. Hægt verður að kaupa eintök af bókinni. Hún kostar fjögur þúsund krónur. Pantanir berist til: skv@landspitali.isTengiliðir: Inga Teitsdóttir verkefnastjóri ingat@landspitali.is, sími 1474 og Sigríður Sigurðardóttir gæðastjóri siggasig@landspitali.is, sími 5705.