Kynnt var í dag, föstudaginn 21. nóvember 2003, rannsókn Vinnueftirlitsins og læknaráðs um vinnu og vinnuumhverfi lækna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Í því sambandi má geta þess að forstjóri spítalans ákvað í september að draga fram aðalatriði nokkurra skýrslna sem hafa verið gerðar á undanförnum misserum um aðstöðu og viðhorf starfsmanna sjúkrahússins. Einkum er þar um að ræða áðurnefnda rannsókn Vinnueftirlitsins á vinnu og vinnuumhverfi lækna, skýrslu Landlæknisembættisins um stöðu Landspítala - háskólasjúkrahúss, sem gefin var út í nóvember 2002 og rannsóknir Sigrúnar Gunnarsdóttur um líðan starfsmanna á sjúkrahúsi og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.
Niðurstöður þessar samantektar verða lagðar fyrir stjórnarnefnd og er ætlað að leiða til úrbóta.
Óskað hefur verið eftir því að þessu starfi verði hraðað en starfshópur á vegum skrifstofu starfsmannamála LSH vinnur að þessu verkefni.