Starfsmenn Landspítala tóku, eins og undanfarin ár, virkan þátt í "Lífshaupinu" sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð fyrir dagana 3. til 23. febrúar 2010, . Átakinu er ætlað að ná til allra landsmanna og gátu starfsmenn spítalans ýmist skráð sig í einstaklingskeppni eða vinnustaðakeppni.
Keppt var bæði um fjölda daga og mínútna. Frá Landspítala tóku þátt 42 lið með 304 liðsmönnum þátt í vinnustaðakeppninni. Alls voru skráðir 3.952 dagar á liðsmenn Landspítala eða að meðaltali 13 dagar á hvern einstakling og 269.810 mínútur eða að meðaltali 887 mínútur á hvern einstakling.
Sjá hér hvaða hreyfingu menn stunduðu (%) en hún var mjög fjölbreytt.
Það lið sem hreyfði sig flesta daga og flestar mínútur var 10 manna lið sjúkraþjálfunar í Fossvogi en sjúkraþjálfun Fossvogi var með tvö lið í keppninni í ár eins og margar aðrar starfseiningar. Sigurliðið ,,Sjúkraþjálfun I Fossvogi” hreyfði sig samtals í 17.255 mínútur í 20,7 daga hver liðsmaður en keppnin stóð yfir í 21 dag.