Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, söng á aðventustund í K-byggingunni á Landspítala Hringbraut föstudaginn 16. desember 2011. Þetta er sautjánda aðventustund Diddúar þar á vegum starfsmannafélags spítalans. Þessar aðventustundir hennar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara eru því fyrir löngu orðnar fastur liður og kær hefð í aðventuhaldinu á Landspítala. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur flutti hugvekju. Daginn áður var sams konar aðventustund með starfsmönnum á Landspítala Fossvogi.
Leit
Loka