Svíinn Peter M. Nilsson ræðir um sögu fyrirbyggjandi læknisfræði í fyrirlestri á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar í Hringsal á Landspítala Hringbraut laugardaginn 29. nóvember 2003, kl.11:00.
Peter Nilsson er aðstoðarprófessor í lyflæknisfræði við háskólann í Lundi og Málmey. Hann hefur stundað klínískar rannsóknir á háþrýstingi og sykursýki um árabil. Peter hefur auk þess haft mikinn áhuga á sögu læknisfræðinnar og rannsakað sögu fyrirbyggjandi læknisfræði og almennrar heilsugæslu.
Peter Nilsson ætlar í fyrirlestri sínum að fjalla um sögu fyrirbyggjandi læknisfræði og ræða um þróun þessara mála á tuttugustu öldinni. Hann mun koma víða við og fjalla m.a. um fyrirbyggjandi læknisfræði í einræðisríkjum, eins og þriðja ríki foringjans, svo og meðal lýðræðisþjóða Norðurlanda. Hann mun benda á ýmsar skrýtnar mótsagnir og tilviljanir og reyna að skýra út mismunandi útbreiðslu ákveðinna sjúkdóma í ákaflega líkum samfélögum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.