Samtökin Nordic Network for Education in Medical Communication (NoNUMeC)standa að ráðstefnunni. Þau eru samtök kennara sem kenna samskipti læknis og sjúklings við læknadeildir háskóla á Norðurlöndum.
Þema fundarins er hvernig megi meta frammistöðu læknanema í klínískum samskiptum við sjúklinga. Munu kennarar frá öllum Norðurlöndunum skýra frá þeim aðferðum sem notaðar eru á Norðurlöndum. Einnig munu gestafyrirlesarar frá University of Massachusetts fjalla um klíníska kennslu.
Vinnuhópar verða seinni daginn um klíníska kennslu í samskiptum læknis og sjúklings í grunnnámi, í sérfræðinámi, meðal starfandi lækna, og um menntun klínískra kennara.
Dagskrá fundarins er hér