Landspítali og Rauði kross Íslands hafa samið um fyrirkomulag við útkall starfsmanna spítalans til alþjóðlegrar neyðaraðstoðar. Í samkomulaginu felst með hvaða hætti Rauði krossinn leiti til starfsmanna Landspítala vegna útkalls og hvaða boðleiðir gildi innan spítalans fyrir starfsmenn sem hafa í hyggju að hlýða kallinu. Jafnframt er kveðið á um fyrirkomulag greiðslu Rauða krossins til sendifulltrúanna meðan þeir eru á samningi við félagið.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, undirrituðu samkomulagið 20. desember 2011.