Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir var kosinn formaður læknaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss á aðalfundi þess 27. maí 2003. Hann tekur við formennsku af Sverri Bergmann sem hefur gegnt henni síðan haustið 2000.
Aðrir í stjórn læknaráðs:
Bjarni Torfason brjóstholsskurðlæknir, verður áfram varaformaður.
Sigurður Ólafsson meltingarlæknir, er nýr ritari, kemur í stað Halldórs Kolbeinssonar geðlæknis.
Sviðin útnefna sína fulltrúa í stjórn læknaráðs innan tveggja vikna frá aðalfundi.