Framkvæmdastjóri lækninga hefur ráðið Ara Jóhannesson, sérfræðing í lyflækningum og efnaskiptasjúkdómum, umsjónarlækni með klínísku umbótastarfi á Landspítala.
Ari hefur margra ára reynslu af ritstjórn klínískra leiðbeininga og innleiðingu þeirra. Hann hefur áratuga reynslu sem lyflæknir og yfirlæknir. Auk áframhaldandi vinnu við gerð og innleiðingu klínískra leiðbeininga mun Ari sinna sérverkefnum á vegum framkvæmdastjóra lækninga. Helsta verkefnið af því tagi fjallar um notkun klínískra greiningarrannsókna svo sem ýmissa blóðprófa og myndrannsókna. Það verkefni nær til allra sviða spítalans og er afar mikilvægt til þess að efla fagleg vinnubröð og bæta nýtingu fjármuna. Ari hefur þegar hafist handa við þetta brýna verkefni.
Framkvæmdastjóri lækninga væntir þess að allir sem hann leitar til verði fúsir til samstarfs.