Hollvinir Grensásdeild hafa opnað nýjan upplýsingavef á slóðinni www.grensas.is. Opnunin er liður í átaki sem nær hápunkti með skemmti- og söfnunarþætti í beinni útsendingu Sjónvarpsins 25. september 2009 þegar farið verður "á rás fyrir Grensás" en það er yfirskrift söfnunarátaks sem Edda Heiðrún Backman stendur fyrir undir merkjum Hollvina Grensásdeildar. Markmið átaksins er að safna 500 milljónum króna til nýrrar 1.500 fermetra viðbyggingar á Landspítala Grensási fyrir sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fleira.
Söfnunarsímar "Á rás fyrir Grensás" eru opnir:
902 5001 = 1.000 kr
902 5003 = 3.000 kr
902 5005 = 5.000 kr
Einnig er hægt að styrkja í gegnum vefinn www.grensas.is.