"Ósýnilegir eða leiðandi afl? - staða hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu" er yfirskrift fyrirlestrar Suzanne Gordon, rithöfundar og blaðamanns, sem hún heldur í boði hjúkrunarráðs Landspítala þriðjudaginn 24. maí 2011. Fyrirlesturinn verður í stofu 103 í Eirbergi við Eiríksgötu og hefst kl. 14:00. Allir eru velkomnir.
Suzanne Gordon er er íslenskum hjúkrunarfræðingum að góðu kunn. Hún hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og haldið námskeið og fyrirlestra og nú í maí verður hún gestafyrirlesari á ráðstefnu norrænna skurðhjúkrunarfræðinga í Reykjavík.
Suzanne Gordon hefur skrifað í öll helstu og virtustu tímarit vestanhafs. Undanfarin ár hefur hún helgað skrif sín hjúkrun og hjúkrunarfræðingum. Hún hefur skrifað nokkrar metsölubækur og var ein bóka hennar valin bók ársins árið 2000 af The American Journal of Nursing. Hún situr í ritstjórn virtra hjúkrunartímarita eins og The American Journal of Nursing og Clinical Excellence for Nurse Practitioners. Í nýjustu bók hennar, When Chicken Soup Isn’t Enough: Stories of Nurses Standing Up for Themselves, Their Patients and Their Profession, er að finna 73 sögur sagðar af hjúkrunarfræðingum alls staðar að úr heiminum, þar á meðal tveimur íslenskum hjúkrunarfræðingum.
Frekari upplýsingar um Suzanne Gordon er að finna hér: http://www.suzannegordon.com/