Gefnar hafa verið út endurskoðaðar klínískar leiðbeiningar um lifrarbólgu C, greiningu, meðferð og eftirfylgni. Breytingarnar eru að miklu leyti í samræmi við uppfærðar leiðbeiningar bandarísku lifrarlæknasamtakanna (AASLD) frá 2009.
Ábyrgðarmenn þessara klínísku leiðbeininga eru Óttar M. Bergmann, Sigurður Ólafsson og Már Kristjánsson. Þær eru birtar á vefsíðu klínískra leiðbeininga á Landspítala.
ATH! Í efnislistanum "Lækningar", sem hægt er að velja úr "Stillingar" efst í hægra horni forsíðu heimavefsins, er hlekkur sem vísar á klínískar leiðbeiningar.
Klínískar leiðbeiningar um lifrarbólgu C
Skylt efni:
Vefsíða klínískra leiðbeininga