Friðbert Jónasson prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir við Landspítala tók 1. júní 2008 við einum virtustu verðlaunum sem veitt eru á sviði augnlækninga í heiminum. Heimssamtök um augnsjúkdóminn gláku standa að þeim og verðlaunin eru veitt fyrir mesta afrek ársins á sviði glákurannsókna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hlaut verðlaunin ásamt Friðberti. Þau eru veitt vegna sameiginlegrar uppgötvunar íslenskra vísindamanna á sviði augnlækninga og vísindamanna sem starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu og nema 25.000 Bandaríkjadölum.
|
Tók við virtum verðlaunum á sviði augnlækninga
Friðbert Jónasson prófessor við HÍ og yfirlæknir á Landspítala hlaut ásamt Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar virt alþjóðleg verðlaun fyrir glákurannsóknir.