Frá farsóttarnefnd Landspítala:
Vegna yfirstandandi faraldurs svínainflúensu vill farsóttanefnd Landspítala mælast til þess að almenningur takmarki heimsóknir sínar til sjúklinga á sjúkrahúsinu eins og kostur er. Margar deildir hafa þegar takmarkað heimsóknir og er fólk vinsamlegast beðið að virða þær takmarkanir. Fólk sem hefur einkenni flensunnar á borð við hálssærindi, hita, beinverki og hósta er beðið um að koma alls ekki í heimsókn á spítalann, aðrir aðeins ef þeir eiga brýnt erindi og þá í samráði við starfsfólk viðkomandi deildar.