Jónas Magnússon prófessor og sviðsstjóri hefur beðist undan skyldum sviðsstjóra lækninga á skurðlækningasviði. Jónas tekur þessa ákvörðun í sátt við yfirstjórn spítalans en kýs að hætta sem fyrst. Aron Björnsson yfirlæknir á heila- og taugaskurðlækningadeild tekur tímabundið við störfum sviðsstjóra frá 7. mars 2005 í allt að tvo mánuði. Aron hefur áður gegnt sviðsstjórastarfinu í eitt ár í námsleyfi Jónasar. Með því að taka verkefnið að sér tímabundið gefur Aron yfirstjórn spítalans meira ráðrúm til að velja nýjan sviðsstjóra.
Sviðsstjóraskipti á skurðlækningasviði
Jónas Magnússon prófessor hefur hætt störfum sem sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði. Aron Björnsson yfirlæknir gegnir því starfi næstu vikur.
Jónas Magnússon prófessor og sviðsstjóri hefur beðist undan skyldum sviðsstjóra lækninga á skurðlækningasviði. Jónas tekur þessa ákvörðun í sátt við yfirstjórn spítalans en kýs að hætta sem fyrst. Aron Björnsson yfirlæknir á heila- og taugaskurðlækningadeild tekur tímabundið við störfum sviðsstjóra frá 7. mars 2005 í allt að tvo mánuði. Aron hefur áður gegnt sviðsstjórastarfinu í eitt ár í námsleyfi Jónasar. Með því að taka verkefnið að sér tímabundið gefur Aron yfirstjórn spítalans meira ráðrúm til að velja nýjan sviðsstjóra.