Horfur eru á að skera þurfi niður á Landspítala um 850 milljónir króna á næsta ári miðað við framlög til spítalans í fjárlagafrumvarpi 2011 og fyrirsjáanlegt starfsumhverfi með þeim kostnaðarhækkunum sem við blasa.
Þetta kemur fram í föstudagspistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítala, og hann segir að erfitt verði að reka háskólasjúkrahús af þeim gæðum sem fólk hafi vanist verði niðurskurðurinn meiri.