Stjórn starfsmannafélagsins á fyrsta fundi23.02.2008StarfsmannamálForsíðufréttirForsíðufréttirStarfsmannafélag LSH Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Stjórn starfsmannafélagsins á fyrsta fundi Stjórn starfsmannafélagsins nýja á Landspítala kom saman til fyrsta fundar á skrifstofu forstjóra fimmtudaginn 21. febrúar 2008 með Magnúsi Péturssyni forstjóra og Jóhannesi Pálmasyni yfirlögfræðingi LSH. Þegar ný heilbrigðislög tóku gildi 1. september 2007 hvarf starfsmannaráðið út úr skipulagi Landspítala. Stofnaður var undirbúningshópur til þess að kanna vilja starfsmanna til þess að stofna nýtt og öflugt starfsmannafélag. Það reyndist greinilegur vilji til þess og stofnfundur var haldinn 14. febrúar. Þann dag og daginn eftir var nýja félaginu kjörin stjórn og í hana völdust sjö konur. Nú verður það þeirra hlutverk að stíga næstu skrefin, þar á meðal að móta félaginu vettvang og skipta með sér verkum.Tengt efni: Úrslit í kosningu til nýja starfsmannafélagsins