Á vefsíðu með klínískum leiðbeiningum á Landspítala eru komnar leiðbeiningar um líknarmeðferð.
Vorið 2008 fólu hjúkrunarráð og læknaráð, fyrir hönd framkvæmdastjórnar, líknarráðgjafateymi Landspítala að endurskoða leiðbeiningar um meðferð við lok lífs frá árinu 2002. Í nýjum leiðbeiningum hafa meðferðarstigin verið endurskilgreind og til viðbótar eru settar fram leiðbeiningar um meðferðarúrræði fyrir sjúklinga með lífshættulega og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Stuðst var við klínísku leiðbeiningarnar "Palliative care (guideline) (3. útgáfa, nóvember 2009) frá Institute for Clinical Systems Improvement (ICSI)", að fengnu leyfi ICSI.
Líknarráðgjafateymið
Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í líknandi hjúkrunarmeðferð
Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur
Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum
Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur
Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga, klínískur lektor
Sigurlaug Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi
Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir og sérfræðingur í krabbameinslækningum
Athugasemdir og fyrirspurnir berist til Jóns Eyjólfs Jónssonar, jonejon@landspitali.is