Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur er komin með eigin vef, www.maggaodds.is. Þar er hægt að panta minningarkort og afmæliskort og greiða fyrir með greiðslukorti.
Minningarsjóðurinn var stofnaður á fæðingardegi Margrétar Oddsdóttir 3. október 2010 en þá hefði hún orðið 55 ára. Hún lést 9. janúar 2009. Að undirbúningi stofnunar sjóðsins stóðu fulltrúar lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast skurðmeðferð brjóstakrabbameins, fulltrúar Bætum ein-stök brjóst og ættingjar Margrétar. Sjóðnum er ætlað að styrkja skurðlækningar við brjóstakrabbameini á Landspítala.
Margrét Oddsdóttir var yfirlæknir skurðlækningadeildar Landspítala og prófessor í skurðlækningum. Hún var frumkvöðull í kviðsjárskurðlækningum hér á landi og leiðandi í greininni á heimsvísu.