Þverfræðilegt fagráð Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala (LSH) um kynheilbrigði (sexual- and reproductive health) var stofnað 7. janúar 2010. Fagráðið starfar samkvæmt samstarfssamningi HÍ og LSH.
Hlutverk:
- Stuðlar að þróun sérfræðiþekkingar á þessu sviði
- Er ráðgefandi um kynheilbrigðismál
- Tekur þátt í að móta klíníska kennslu á þessu sviði innan LSH
- Stuðlar að gagnreyndri og faglegri þjónustu á sviði kynheilbrigðismála
- Vinnur að gerð klínískra leiðbeininga á sviði kynheilbrigðismála
- Stuðlar að og stendur að rannsóknum á sviði kynheilbrigðismála
- Heldur árlegan kynheilbrigðisdag
Stjórn:
Sóley S. Bender, forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði, formaður
Jenný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ritari
Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdómalæknir, gjaldkeri
Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, meðstjórnandi
Linda B. Lýðsdóttir, sálfræðingur, meðstjórnandi