Jóhannes Jens Kjartansson hefur verið ráðinn yfirlæknir lýtalækningadeildar spítalans frá 1. nóvember 2000. Hann er nú yfirlæknir á handlæknisdeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og sjálfstætt starfandi sérfræðingur í lýtalækningum. Jens lauk doktorsprófi í læknisfræði frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1988. Hann hefur meðal annars starfað á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, Landspítalanum, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði síðan 1988.
Sigurður Egill Þorvaldsson sérfræðingur á lýtalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og sjálfstætt starfandi sérfræðingur sótti einnig um stöðu yfirlæknis á lýtalækningadeild.