Björn Zoëga sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði leysir Jóhannes M. Gunnarsson af sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til loka febrúar 2008. Að beiðni forstjóra Landspítala gegnir Jóhannes M. á þessum tíma formennsku í stýrinefnd LSH sem vinnur með framkvæmdanefnd vegna byggingar nýs háskólasjúkrahúss og erlendum hönnuðum að því að ljúka frumáætlun byggingarinnar. | ||
Aron Björnsson yfirlæknir tauga- og skurðlækninga verður sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði meðan Björn Zoëga gegnir starfi framkvæmdastjóra lækninga. |
Leysa af sem framkvæmdastjóri lækninga og sviðsstjóri skurðlækningasviðs
Björn Zoëga sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði leysir Jóhannes M. Gunnarsson af sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til loka febrúar 2008 meðan Jóhannes M. vinnur að frumáætlun um byggingu nýs háskólasjúkrahúss. Aron Björnsson leysir Björn af sem sviðsstjóri á meðan.