Inflúensa A (H1N1)
Tilkynning frá farsóttarnefnd Landspítala, 23. nóvember 2009, kl. 14:00.
Á hádegi í dag eru 4 sjúklingar á LSH sem liggja inni vegna inflúensu A (H1N1). Tveir þeirra liggja á gjörgæsludeild. Það lagðist einn nýr sjúklingur inn s.l. sólarhring en enginn var útskrifaður á sama tíma. Farsóttarnefnd LSH heldur áfram að fylgjast með framvindu mála og upplýsa um stöðuna a.m.k. vikulega uns faraldur hefur gengið yfir í samfélaginu.
Farsóttarnefnd minnir yfirmenn deilda og sérgreina á að til er bóluefni í apóteki spítalans fyrir sjúklinga í áhættuhópum og aðra sem eru inniliggjandi á legudeildum, koma í dagdeildir eða á göngudeildir LSH. Hægt er að panta það fyrir sjúklinga með því að hafa samband við apótekið.