Gefnar hafa verið út klínískar leiðbeiningar um forgangsröðun, mat, rannsókn og fyrstu meðferð höfuð- og hálsáverka hjá börnum og fullorðnum.
Við gerð leiðbeininganna var byggt á útdrætti úr leiðbeiningum frá National Institute for Health and Clinical Excellence.
Í vinnuhópnum sem þýddi og staðfærði leiðbeiningarnar voru Ingvar H. Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir, Ari Jóhannesson lyflæknir, Einar Hjaltason bráðalæknir og skurðlæknir, Gunnhildur Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir og Ólafur Thorarensen barnalæknir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna. Leiðbeiningarnar koma í stað eldri leiðbeininga um höfuðáverka sem gefnar voru út af Landlæknisembættinu árið 2001.
Klínískar leiðbeiningar á heimavefnum