Átta lyfjatæknar á Landspítala stunda nú framhaldsnám í sjúkrahúslyfjatækni, samkvæmt samstarfssamningi Landspítala og Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Nýr kafli hófst í sögu lyfjatæknináms í janúar 2011 með skipulögðu framhaldsnámi fyrir lyfjatækna á sjúkrahúsum. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára. Frumkvæðið að þessu námi kom frá Landspítala. Hugmyndin var sú að fá lyfjatæknunum fjölbreyttari verkefni af tæknilegum toga á apótekinu og að þeir ynnu meira sjálfstætt.
Niðurstaðan varð sú að um formlegt nám yrði að ræða og settu starfsmenn á sjúkrahúsapótekinu og mannauðssviði spítalans saman námskrá með fulltrúum skólans sem samþykkt var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fyrirmynd að náminu var að nokkru sótt til Bretlandseyja.
Fræðslusetrið Starfsmennt studdi við verkefnið og Þróunar og símenntunarsjóður SFR hefur styrkti það fjárhagslega.
Í blaði stéttarfélaganna SFR og STRV janúar 2012 er fjallað um lyfjatæknanámið (bls. 10).