Afmælishóf í tilefni af 40 ára afmæli gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi 24. október 2010 - Kristín I. Gunnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Kristinn Sigvaldason yfirlæknir tóku við gjöf frá Actavis. Dagný Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Ólöf Þórhallsdóttir sölu- og markaðsstjóri.
Fjörtíu ára afmæli gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi var fagnað með miklu afmælishófi þar sunnudaginn 24. október 2010. Fjöldi gesta tók þátt í afmælishaldinu og naut glæsilegra veitinga en veisluborðið svignaði undan heimatilbúnum kræsingum starfsfólksins.
Gjörgæsludeildinni voru færðar góðar gjafir í tilefni dagsins. Actavis gaf hálfa milljón króna upp í kaup á blöðruómtæki. Skurðlækningasviðið gaf skjá til þess að leysa korktöflu af hólmi og samstarfsfólkið á gjörgæsludeildinni við Hringbraut gaf örbylgjuofn í staðinn fyrir þann sem gaf sig á dögunum.