Gengið hefur verið frá ráðningu Daggar Harðardóttur í stöðu deildarstjóra á dag- og göngudeild augnlækninga á Landspítala. Dögg tekur við starfinu af Sigurborgu Sigurjónsdóttur en hún lætur af störfum 1. maí 2012.
Dögg lauk BSc próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1992, hlaut kennararéttindi í framhaldsskóla árið 2000 auk þess sem hún lauk diplómanámi í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2011. Frá útskrift hefur Dögg sinnt fjölbreyttum verkefnum sem hjúkrunarfræðingur, þar af sex á á geðdeildum LSH, var meðal annars deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri á deild fyrir vímuefnaneytendur á Vífilsstöðum. Hún var deildarstjóri á Öldunarheimilum Akureyrar á árunum 2007-2011 þar sem hún tók m.a. þátt í að innleiða nýja hugmyndafræði þjónustunnar. Dögg sat sem fulltrúi á stjórnlagaþingi.