Félag um klíníska lífefnafræði og lækningarannsóknir á Íslandi (KLLÍ) heldur XXXIII. norræna þingið í klínískri lífefnafræði á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík dagana 12. til 15. júní 2012. Um 400 þátttakendur eru skráðir á þingið og koma þeir frá nánast öllum heimsálfum.
Fjöldi erlendra og innlendra vísindamanna heldur erindi á þinginu. Einnig munu fyrirtæki sem framleiða tækjabúnað og hverfefni til lækningarannsókna sýna búnað sinn.
Dagskrá þingsins á heimasíðunni: http://nfkk2012.is./