Ómtæki til meltingar- og nýrnadeildar í staðinn fyrir fertugsafmælisgjöf 10.12.2007LyflækningaþjónustaForsíðufréttirForsíðufréttirGjafir og styrkirGjafir og styrkirLyflækningaþjónusta Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Ómtæki til meltingar- og nýrnadeildar í staðinn fyrir fertugsafmælisgjöf Hólmar Þór Stefánsson húsasmiður færði meltingar- og nýrnadeild 13E á Landspítala ómtæki að gjöf í tilefni af 40 ára afmæli sínu í september 2007. Hann afþakkaði afmælisgjafir en skipulagði þess í stað styrktartónleika ásamt vini sínum Jóhannesi Bachman á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. Þar skemmtu Jónsi og Magni ásamt fleira tónlistarfólki. Aðgangseyrir, sem var 2000 krónur, rann óskiptur til kaupa á ómtækinu. Hólmar Þór greindist fyrir skömmu með nýrnabilun og þarf á gjafanýra að halda.Hólmar Þór ætlar að ekki að láta staðar numið við þetta mikilvæga framlag. Tækið kostaði rúmar 400 þúsund krónur en það safnaðist nokkru hærri upphæð. Þeir félagarnir, hann og Jóhannes, ætla að nýta viðbótarféð til svipaðra verka og eru komnir af stað í því að undirbúa átak til að vekja athygli á þörf fyrir líffæragjöf. Ómtækið nýja kemur starfseminni á meltingar- og nýrnadeild vel. Það var afhent með viðhöfn 9. nóvember. Hildur Þóra Hallbjörnsdóttur deildarstjóri meltingar- og nýrnadeildar tók við því úr hendi Hólmars Þórs. Með honum voru dætur hans, Jóna Dóra og Adda Margrét, ásamt Jóhannesi Bachman. Þar voru einnig Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir meltingarlækninga á LSH og Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga.