Byrjað er að vinna úr hugmyndum sem komu fram á fundum forstjóra með starfsmönnum Landspítala um öryggi sjúklinga og skilvirka verkferla. Á fundunum voru skipaðir tengiliðir til að vinna með hugmyndirnir og hittist sá hópur á fundi 23. september 2011.
Alls voru haldnir 46 starfsmannafundir víðs vegar um spítalann frá lokum ágúst til 23. september. Rúmlega 1.000 manns sóttu fundina og settu fram fjölda hugmynda og útfærðar tillögur:
1.927 Hugmyndir um bætt öryggi
340 Útfærðar tillögur umbætt öryggi
1.193 Hugmyndir um óþarfa
250 Útfærðar tillögur um óþarfa