Icepharma gaf taugalækningadeild B-2 fullkomið sjúkrarúm20.02.2008LyflækningaþjónustaForsíðufréttirForsíðufréttirGjafir og styrkirTaugalækningar Prentað af vef Landspítala - háskólasjúkrahúss Icepharma gaf taugalækningadeild B-2 fullkomið sjúkrarúm Kristín Sigtryggdóttir sölu- og markaðsstjóri Hill-Rom, Margrét Guðmundsdóttir forstjóri og Edda Blumenstein markaðsstjóri Icepharma afhentu taugalækningadeild B-2 nýja sjúkrarúmið fimmtudaginn 14. febrúar 2008. Margrét Rögn Hafsteinsdóttir deildarstjóri tók við því ásamt fleira starfsfólki deildarinnar og færði gefendunum þakkir. Fyrirtækið Icepharma hefur fært taugalækningadeild B-2 á Landspítala Fossvogi að gjöf mjög fullkomið sjúkrarúm. Icepharma sendi ekki gjafir fyrir síðustu jól til viðskiptavina sinna en ákvað þess í stað að styrkja gott málefni. Sjúkrarúmið er frá bandaríska fyrirtækinu Hill-Rom sem er í fremstu röð í framleiðslu á rúmum og dýnum fyrir sjúkrahús og hjúkrunarheimili. Rúmið er rafknúið og með gálga og vökvastandi. Búnaður til stillingar á því er mjög fullkominn og auðvelt fyrir sjúklinginn að stýra honum með stjórnborði við hliðina á sér. Rúmið er um leið þannig útbúið að auðvelt er fyrir starfsfólk að annast sjúklinginn í því.