Sjúklingum á Landspítala finnst maturinn á spítalanum góður, hollur og að samsetningin hæfi veikindum þeirra. Hins vegar vilja þeir hafa meira um það að segja hvað þeir fá að borða, auk þess sem fiskrétti, unnar matvöru og grænmetisrétti þurfi að bæta.
Þetta er meginniðurstaða könnunar sem gerð var vorið 2009 á ánægju sjúklinga með máltíðaþjónustu Landspítala. Unnið er umbótum út frá niðurstöðum könnunarinnar.
Nánar um niðurstöður könnunarinnar (pdf)