Fréttatilkynning frá Jens Kjartanssyni, yfirlækni lýtalækningadeildar
Landspítala - háskólasjúkrahúss
22. júní 2002:
Um tíuleytið að morgni 22.06.2001 var komið með tvo alvarlega slasaða menn með neyðarbíl á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut. Báðir mennirnir reyndust með alvarlega brunaáverka eftir slys í Álverinu við Straumsvík og var útbreiðsla brunanna 35% á öðrum sjúklingnum og 80% á hinum. Annar maðurinn hefur farið í aðgerð í dag. Ástand sjúklinganna er eftir atvikum en er enn mjög alvarlegt.